Lífið með ADHD
Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna. Í hlaðvarpinu er fjallað um málefni tengd ADHD með ýmsum hætti. Góðir gestir koma í spjall og miðla af reynslu sinni og þekkingu, og ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.
Lífið með ADHD
Katrín Júlíusdóttir
•
RÚV
Fyrsti viðmælandi seríunnar er fyrrum Alþingiskona, ráðherra og núverandi framkvæmdarstjóri SFF, Katrín Júlíusdóttir. Í þættinum heyrum við hvernig Katrín fékk ADHD greiningu á óhefðbundin hátt og hvernig það breytti lífi hennar til hins betra.