Lífið með ADHD
Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna. Í hlaðvarpinu er fjallað um málefni tengd ADHD með ýmsum hætti. Góðir gestir koma í spjall og miðla af reynslu sinni og þekkingu, og ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.
Lífið með ADHD
Vilhjálmur Hjálmarsson og Jón Gnarr
•
RÚV
Viðmælendur þáttarins eru tveir að þessu sinni, annar er stjórnarmaður ADHD samtakanna og leikarinn Vilhjálmur Hjálmarsson. Sá síðari á það sameiginlegt með Vilhjálmi að vera leikari (og með ADHD) en það er fyrrum Borgarstjóri og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr, hann segir einlæglega frá skólagöngu sinni og síðan hvernig hann meðhöndlar sitt ADHD í dag.