Lífið með ADHD
Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna. Í hlaðvarpinu er fjallað um málefni tengd ADHD með ýmsum hætti. Góðir gestir koma í spjall og miðla af reynslu sinni og þekkingu, og ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.
Lífið með ADHD
Hildur Kristín Stefánsdóttir
•
RÚV
Í þessum þætti af Lífið með ADHD mætir Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona, sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu árin. Hún fékk greiningu á fullorðinsaldri og við spjöllum um hennar reynslu og upplifanir.