Lífið með ADHD
Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna. Í hlaðvarpinu er fjallað um málefni tengd ADHD með ýmsum hætti. Góðir gestir koma í spjall og miðla af reynslu sinni og þekkingu, og ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.
Lífið með ADHD
Bóas Valdórsson nýr meðlimur hlaðvarpsins
•
RÚV
Að þessu sinni í hlaðvarpsþættinum Lífið með ADHD verður örlítið óhefðbundið spjall milli núverandi og nýs meðlims, og þáttastjórnanda, hlaðvarpsins. Bóas Valdórsson hefur komið að ADHD á mörgum sviðum, unnið með börnum og unglingum og var meðal annars einn af stofnendum sumarbúða fyrir börn með ADHD. Hann gengur nú til liðs við Karitas í þáttunum og spjalla þau um lífið með ADHD og framhald þáttanna.