
Lífið með ADHD
Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna. Í hlaðvarpinu er fjallað um málefni tengd ADHD með ýmsum hætti. Góðir gestir koma í spjall og miðla af reynslu sinni og þekkingu, og ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.
Lífið með ADHD
Gunnar Helgason
•
RÚV
Gunnar Helgason barnabókarithöfund og leikari kom í spjall og sagði okkur frá mömmu sinni, facebook rannsóknum sínum og nýju bókinni sinni sem heitir Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD): Bannað að eyðileggja sem kom út núna fyrir jólin og fjallar um Alexander Daníel Hermann Dawidsson sem er með ADHD en það er allt í lagi - nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum.