Lífið með ADHD

Bóas Valdórsson nýr meðlimur hlaðvarpsins

June 07, 2021 RÚV
Að þessu sinni í hlaðvarpsþættinum Lífið með ADHD verður örlítið óhefðbundið spjall milli núverandi og nýs meðlims, og þáttastjórnanda, hlaðvarpsins. Bóas Valdórsson hefur komið að ADHD á mörgum sviðum, unnið með börnum og unglingum og var meðal annars einn af stofnendum sumarbúða fyrir börn með ADHD. Hann gengur nú til liðs við Karitas í þáttunum og spjalla þau um lífið með ADHD og framhald þáttanna.